Hin.is

SKÝRSLA STJÓRNAR HÍN Á AÐALFUNDI 24. FEB. 2012
Fundir stjórnar
Á aðalfundi HÍN, sem haldinn var 26. feb. 2011, var tveggja ára kjörtímabili þeirra Esterar Ýrar Jónsdóttur, Estherar Ruthar Guðmundsdóttur og Hilmars J. Malmquists. Þau gáfu öll kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og hlutu til þess kosningu. Frá síðasta aðalfundi hefur stjórn haldið 9 venjubundna stjórnarfundi. Flestir þeirra voru haldnir í húsakynnum Náttúruminjasafns Íslands í Loftskeytastöðinni gömlu við Suðurgötu. Á fyrsta fundi skipti stjórnin með sér verkum, öðrum en formannsstarfinu en formaður var kosinn til tveggja ára á aðalfundinum 2010. Engar breytingar voru gerðar á hlutverkaskipan: Árni Hjartarson formaður Esther Ruth Guðmundsdóttir varaformaður Hilmar Malmquist ritari Kristinn Albertsson gjaldkeri Ester Ýr Jónsdóttir fræðslustjóri Jóhann Þórsson félagsvörður Rannveig Guicharnaud meðstjórnandi. Rannveig fékk góða stöðu suður á Ítalíu og hvarf af landi brott s.l. haust en þar sem engir varamenn eru í stjórn félagsins var enginn til að fylla hennar skarð. Maí-fundur félagsins var haldinn í húsi Náttúrufræðistofnunar á Urriðaholti og skjalasafn félagsins skoðað. Fjöldi félagsmanna á ársgrundvelli frá aldamótum Félagsmenn
Fjöldi félagsmanna nú er samkvæmt félagatali 1296. Í fyrra voru félagsmenn 1314 skv. gögnum félagsvarðar. Í félagið gengu 26. Alls hættu 44 þar af dóu 3. Á meðal þeirra sem létust var heiðursfélagi okkar, Einar B. Pálsson, verkfræðingur. Hann gerðist félagi í HÍN árið 1944 og var kjörinn heiðursfélagi 1991. Fækkun félagsmanna í HÍN á starfsárinu er því 18 manns. Ef þróunin frá aldamótum er skoðuð lítur hún svona út: o 2000 1227 o 2001 1174 o 2002 1185 o 2003 1200 o 2004 1211 o 2005 1202 o 2006 1204 o 2007 1178 o 2008 1176 o 2009 1241 o 2010 1314 o 2011 1296 Þarna sést að allt er í tiltölulega föstum skorðum þótt fækkun hafi orðið á árinu 2011 þá eru félagarnir samt 60 fleiri en um aldamótin. Mesta lægðin í félagatalinu er á árunum 2007 og 2008, þetta er góðærislægðin. Það er ekki fyrr en eftir hrun að vaxtarkippur kemur í félagið. Fræðsluerindin
Fræðslufundirnir voru haldnir í stofu 132 í Öskju. Reglan er sú að þeir eru haldnir síðasta mánudag hvers mánaðar á tímabilinu september til maí að desember undanskildum. Frá síðasta aðalfundi hafa verið sjö fundir. Aprílfundurinn færðist fram í maí vegna páska-helgarinnar. Febrúarfundurinn með everður núna strax eftir helgi. Aðsókn á þessa fundi hefur verið allsæmileg eða 343 fundargestir á árinu. Eftirfarandi erindi voru haldin: Mánudaginn 28. febrúar 2011. Dr. Bergrún Arna Óladóttir. "Senn bryddir á Barða" Stutt samantekt um Kötlu. Mánudaginn 2. maí 2011. Magnús Jóhannsson. Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra. Náttúrufræðingurinn
Undanfarin ár hafa yfirleitt komið út tvöföld hefti af ritinu og meira að segja eitt fjórfalt. Á síðasta aðalfundi var greint frá því að ákveðið hefði verið að gera tilraun með að gefa út fjögur hefti af Náttúrufræðingnum á árinu. Varnagli var þó sleginn því tekið var fram að ekki væri víst að þetta myndi takast eða að við hefðum efni á því en tilraunin væri hafin. Alltaf mætti stíga skrefið til baka ef útgáfan reyndist of torveld. Og það var það sem kom á daginn. Þegar leið á árið var ljóst að menn yrðu að sætta sig við tvö einföld hefti en eitt tvöfalt. Síðasta heftið kom úr prentsmiðju rétt fyrir áramótin og til félagsmanna rétt eftir þau. Segja má því að árgangurinn hafi skilað sér nokkurn veginn á réttum tíma og enginn hali er á útgáfunni. Ráðningartímabil ritstjórans, Hrefnu B. Ingólfsdóttur, rann út um áramótin en var endurnýjaður lítt breyttur til 2014. Ritstjóri gaf þó í skyn að óvíst væri með áframhaldandi störf hans eftir þetta ár, árið 2012 og árgang 82. Umhverfisþing 14. október á Hótel Selfossi
Fulltrúar HÍN sóttu Umhverfisþing á Hótel Selfossi þann 14. okt. Á þinginu var fjallað um náttúruverndarmál, þar á meðal nýútkomna hvítbók um endurskoðun náttúruverndarlaga, friðlýsingar, ferðaþjónustu, útivist náttúruvísindi og viðmið fyrir náttúruvernd. Heiðursgestur var Ella Maria Bisschop-Larsen, formaður Dönsku náttúruverndarsamtakanna sem fagna 100 ára afmæli í ár. HÍN var með sérstakt kynningarefni um félagið í sýningarbás á staðnum. Dýraverndarráð: Margrét Björk Sigurðardóttir er er fulltrúi HÍN, og hefur verið síðastliðin 4 ár. Störf hennar eru tíunduð í sérstakri skýrslu sem hún tók saman fyrir aðalfundinn. Gert er ráð fyrir að hún sitji áfram í ráðinu fyrir hönd HÍN þar til væntanlegar breytingar á dýraverndarlögum taka gildi. Samstarfshópur frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfismála á vegum Umhverfisráðuneyti:. Hópurinn á fulltrúa í ýmsum nefndum á vegum um Umhverfisráðuneytis, svo sem í Rammaáætlun, stjórn og svæðisráðum Vatnajökulsþjóðgarðs o.fl. Kristín Svavarsdóttir, frv. formaður HÍN, var talsmaður hópsins og hélt utan um erindi sem honum bárust. Síðastliðið vor lét hún þó af þessu starfi og hvarf úr samráðshópnum eftir gott starf þar sem var HÍN til sóma. Árni Hjartarson tók við sem fulltrúi HÍN en Hólmfríður Sigurðardóttir hjá Fuglavernd var tilnefnd sem talsmaður hópsins í stað Kristínar. Grænavatnsganga. Aldarminning Sigurðar Þórarinssonar
Þann 8. janúar 2012 voru liðin 100 ár frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, eins kunnasta vísindamanns þjóðarinnar á síðustu öld en hann var um skeið ritstjóri Náttúrufræðingsins og formaður HÍN. Á þessum degi efndu HÍN og fleiri félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík. Ástæðan fyrir því að Grænavatn var áfangastaðurinn er sú að þar hafði Sigurður gert merkar jarðfræðiathuganir og upphaf baráttu hans fyrir náttúruvernd má að vissu leyti rekja til Grænavatns. Um þetta hvort tveggja má lesa í Náttúrufræðingnum 1950 þar sem birt er tímamótaerindi um náttúruvernd sem Sigurður hélt á fundi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi þann 31. október 1949 og helgaður var 60 ára afmæli félagsins. Brottför var með rútum frá skrifstofu Ferðafélags Íslands Mörkinni 6 kl. 14 en einnig fóru margir á einkabílum sínum. Veðurútlit var ekki gott að morgni, grenjandi rigning og hvasst, svellbunkar á götum og víða snjóþungt á vegum í grennd höfuðborgarinnar. Veður batnaði þó með deginum þótt vind lægði lítt. Fjöldi manns kom í gönguna. Í rútunum flutti Sigrún Helgadóttir ávarp og Halldór Ólafsson og Magnús Hallgrímsson sögðu sögur og stýrðu söng, við Grænavatn flutti undirritaður tölu um jarðfræði svæðisins. Gengið var með logandi blys kring um vatnið og síðan haldið til baka á ný og hlýtt á fleiri sögur og gamanmál þeirra Halldórs og Magnúsar. Mál manna var að þessi aðgerð hefði tekist mæta vel en Reynir Ingibjartsson átti frumkvæði að henni. Um málefni Náttúruminjasafns
Barátta HÍN fyrir hagsmunum Náttúruminjasafns Íslands var nokkuð fyrirferðarmikil í starfsemi félagsins. Eins og greint var frá í ársskýrslu síðasta árs heimsóttu stjórnarmenn HÍN Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra 25. okt. 2010. Í framhaldi af því var Álfheiður Ingadóttir alþingismaður, og fyrrum ritstjóri Náttúrufræðingsins, sótt heim til skrafs og ráðagerða. Í ár var þessum heimsóknum haldið áfram. Þann 2. mars var fundur með Svandísi Svavarsdóttur í Umhverfisráðuneytinu. Fulltrúar HÍN voru Árni Hjartarson, Hilmar J. Malmquist og Esther Ruth en frá ráðuneytinu sat Sigurður Þráinsson fundinn auk ráðherrans. Staða málsins var rædd og þótt Náttúruminjasafn heyri ekki undir umhverfisráðuneytið kemur það að málefnum þess í gegn um Náttúrufræðistofnun. Sama afstaða kom fram hjá umhverfisráðherra og menntamálaráðherra, báðir eru ráðherrarnir áhugasamir um að leysa vanda safnsins og um að það rísi á sinni afmörkuðu lóð í Vatnsmýri. Niðurstaðan var sú að umhverfisráðherra myndi taka upp málið við menntamálaráðherra og að þær myndu samræma aðgerðir sínar í því. Nokkru síðar gengu HÍN-menn á fund Jóns Gnarr borgarstjóra sömu erinda og þótt borgin hafi ekki beint með Náttúruminjasafn að gera þá er því ætlað að rísa á miðlægum stað innan borgarmarkanna og gagnkvæmir hagsmunir safns og borgar eru augljósir. Borgarstjóri var ekki kunnugur þessu málefni en var fljótur að átta sig á því og skynja mikilvægi þess. Hét hann því að taka þetta mál upp við Svandísi Svavarsdóttur sem um þetta leyti gegndi bæði embætti umhverfis- og menntamála í barneignarleyfi Katrínar Jakobsdóttur. Síðsumars birtist grein í Mbl. eftir Ágúst H. Bjarnason frv. formann HÍN. Greinin var áskorun á núverandi stjórn félagsins um að rifta vegna vanefnda hinum gamla samning HÍN og ríkisins frá 1947 þegar ríkið fékk allan safnkost Náttúrugripasafnsins að gjöf ásamt byggingarsjóði gegn því að það byggði hús yfir safnið og sæi um rekstur þess. Ríkisendurskoðun sendi frá sér skýrslu um Náttúruminjasafnið í janúar 2012 og fjallar þar um stöðu þess og framtíðarhorfur. Skemmst er frá því að segja að í skýrslunni er mikill áfellisdómur um framkvæmd laganna um Náttúruminjasafnið og allar aðstæður þess. Skýrslan setti málefni safnsins í brennidepil og hratt af stað töluverðri umræðu m.a. á Alþingi. Nokkru eftir útkomu skýrslu Ríkisendurskoðunar birtist í Fréttablaðinu grein eftir Hjörleif Stefánsson og Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur þar sem varpað var fram þeirri hugmynd að ríkið kaupi Perluna á Öskjuhlíð og ráðstafi henni undir Náttúruminjasafn. Fyrir þessu færðu þau gild rök og það sem gerir málið sérlega nærtækt er að Orkuveitan hyggst losa sig við bygginguna og söluferli er í gangi. Hugmyndin hlaut afar jákvæðar undirtektir og var sem þverpólitísk samstaða gæti myndast um hana. Hjörleifur Guttormsson mælti með henni í grein í Morgunblaðið og skömmu síðar tók leiðarahöfundur blaðsins, líklega sjálfur Davíð Oddsson, undir hana í forystugrein. Stjórn HÍN sendi um sama leyti frá sér grein um málið til Fréttablaðsins sem svo birtist 21. feb. Þar var farið yfir sögu málsins, nauðsyn safnsins og tekið vel í Perluhugmyndina þótt nýtt hús á lóðinni í Vatnsmýri sé enn sterklega inni í myndinni. Fundað var með Hjörleifi Stefánssyni og Þórunni Sigríði Þorgrímsdóttur og fleirum um næstu skref í málinu og settur saman minnisblað sem sent var á menntamálaráðherra um nauðsyn þess að láta gera úttekt á húsnæðinu á Öskjuhlíð með tilliti til þess að koma þar fyrir Náttúruminjasafni. Einnig var fundað með Landvernd og fleiri samtökum og þar var sett saman áskorun sem send var á Orkuveituna og menntamálaráðuneytið um að skoða vandlega möguleikana á að nýta Perluna fyrir Náttúruminjasafn. Góðar undirtektir voru við þessa áskorun m.a. frá stjórnarformanni OR. Styrkumsóknir
Sótt var um styrki til umhverfisráðuneytis til kaupa á fundarupptökubúnaði til að unnt sé að setja fræðslufundi félagsins á netið. Sótt var um 450.000 kr. Mikill áhugi er á að gera fræðsluerindin aðgengileg á netinu því margir hafa ekki tækifæri til að sækja fundina bæði af landfræðilegum ástæðum og af öðrum sökum. Styrkurinn er ætlaður til kaupa á tækjum og til að greiða kostnað við að koma koma erindunum á netið (youtube.com). Sótt var um 1.000.000 kr. rekstrarstyrk til Umhverfisráðuneytis eða sömu upphæð og undanfarin ár, en þá höfðust 450.000 upp úr krafsinu. Styrkumsóknirnar hafa ekki verið afgreiddar. Umsagnir um frumvörp
Fjölmörg frumvörp frá Alþingi hafa verið send HÍN til umsagnar. Stjórn félagsins hefur ekki séð sér fært að senda frá sér athugasemdir eða álit. Bæði er oft erfitt að gera slíkt í nafni félags eins og HÍN og svo kostar slíkt talsverða vinnu sem hvorki þóknun né þakklæti kemur fyrir. Starfið framundan
Aðalatriðið í starfinu framundan er að halda útgáfu Náttúrufræðingsins í horfinu þannig að ekki taki að myndast útgáfuhali á ný. Fjölga þarf áskrifendum og auka þarf auglýsingatekjur til að útgáfan standi undir sér. Ýta þarf jafnt og þétt á eftir málum NMÍ en nú virðist meiri byr í seglum en undangengin missiri.

Source: http://www.hin.is/pdf/Arsskyrsla_HIN_2011.pdf

Product list_identifikační prvky_eng

Contactless identification system BIS® The basic elements of contactless identification systems are chip radio frequency identification items, which ensure unequivocal, fast and reliable identification of persons and objects. Every identification item is provided with a micro chip and antenna. The items are provided in different forms that differ in size and type of encasement. We also offer d

Naoyuki kamatani, m

1. Statistics will become important StaGen Co. LTD is the company focused on both genetics and statistics. It was established for the purpose of contributing to personalized medicine and pharmacogenomics (or pharmacogenetics) from the aspect of statistical genetics. Pharmacogenomics and personalized medicine are the fields that will become very important in the near future. Since you may not under

Copyright © 2010-2018 Pharmacy Drugs Pdf